Kaffi List „bubblur & beyglur"


Image005

Kaffihúsið Kaffi List „bubblur & beyglur“ er á 2.hæð í Listasafni Íslands og er opið um helgar yfir vetrartímann og þegar sérviðburðir eru í húsinu, s.s. langir fimmtudagar.

Kaffihúsið býður upp á fersk salöt, súpur og nýbakaðar kökur ásamt úrvali drykkja, en sérstaða þess felst í góðu úrvali af nýbökuðum beyglum og freyðivíni, áfengu sem óáfengu.

Unnt er að heimsækja kaffihúsið án þess að greiða aðgangseyri inn á sýningar safnsins.

Sjá nánar á https://www.facebook.com/KaffiListBB/