Leiga á sölum & laus störf

Fríkirkjuvegur 7

leiga á sal / andyri / kaffistofu

Útleiga á sal / kaffistofu vegna funda, fyrirlestra, erfidrykkju, standandi kokteilboða eða annarra viðburða er samkvæmt samkomlagi.

 

Safnahúsið, Hverfisgötu 15

Lestrarsalurinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu er virðulegur og fallegur salur með höfðinglegri aðkomu.

Hægt er að vera með um 100 manns í standandi opnun en um 80 manns í bíóuppröðun fyrir fundi, fyrirlestra, tónleika og ráðstefnur.

Í salnum er góður hljómburður og flygill og falleg birta frá stórum gluggum leikur um salinn.

Athugið að salurinn er ekki leigður út til almennra veisluhalda en hentar hinsvegar vel fyrir standandi samkomur, kokteil eða opnanir.

 • Skjávarpi er í salnum.
 • Hljóðkerfi
 • Falleg birta, gott næði
 • Næg bílastæði í bílastæðahúsi
 • Möguleiki að fá leiðsögn um Safnahúsið og yfirstandandi sýningu

 

Fundarherbergi suður (hringborð)

Fundarstofa safnahússins er einstaklega virðulegt og fallegt rými fyrir fundarhöld.

 • 10 þægilegir stólar við hringborð
 • Setustofa með sófasetti Borge Mogensen
 • Falleg birta, gott næði og hægt að opna út á litlar svalir
 • Skjár
 • Skjávarpi
 • Fjarfundarbúnaður
 • Næg bílastæði í bílastæðahúsi

Mögulegt að fá leiðsögn um Safnahúsið og yfirstandandi sýningu

 

Fundarherbergi norður (16. manns)

Fundarherbergi safnahússins er einstaklega virðulegt og fallegt rými fyrir fundarhöld.

 

 • 16 þægilegir stólar langborð
 • Falleg birta, gott næði og hægt að opna út á litlar svalir
 • Skjár
 • Skjávarpi
 • Fjarfundarbúnaður
 • Næg bílastæði í bílastæðahúsi
 • Mögulegt að fá leiðsögn um Safnahúsið og yfirstandandi sýningu


Fyrirspurnir sendist á list@listasafn.is eða í síma 515-9600.


LAUS STÖRF HJÁ LISTASAFNI ÍSLANDS


Laus störf hjá Listasafni Íslands eru auglýst á vefsíðunni, www.starfatorg.is.

Vinsamlega fylgist með starfatorg.is 


Fræðslufulltrúi

Listasafn Íslands leitar eftir fræðslufulltrúa. Við leitum eftir kraftmiklum og metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í þeirri menningar- og menntastofnun sem þjóðlistasafn er. Safnið er eitt af þremur höfuðsöfnum ríkisins og safnhúsin eru fjögur: Aðalbygging safnsins við Fríkirkjuveg, Safnahúsið við Hverfisgötu, Safn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Sinnir safnfræðslu og skólaþjónustu allra skólastiga og samstarfi við kennara og skólastjórnendur.
 • Heldur utan um bókanir fyrir leiðsagnir skólahópa og annarra sérhópa.
 • Sér um samskipti við kennara, skólastjórnendur og aðra sem vilja bóka leiðsögn og kynningu á safninu, tekur á móti þeim, einnig utan opnunartíma safnsins ef svo ber undir.
 • Tekur á móti erlendum hópum og veitir þeim leiðsögn.
 • Tekur þátt í þróun og mótun fræðsluverkefna í Listasafni Íslands.
 • Kynnir sér dagskrá safnsins og viðheldur þekkingu sinni á sýningum í öllum safnhúsum Listasafns Íslands.
 • Leitar heimilda og aflar sér fræðilegrar þekkingar á hverju sýningarverkefni.
 • Vinnur að kynningu á fræðslu og skólaþjónustu í safninu.
 • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á íslenskri listasögu 20. og 21. aldar.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Tölvufærni er nauðsynleg.
 • Áhugi og hæfni til að leita nýrra tækifæra í starfi.
 • Þjónustuhugsun, uppbyggilegt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, öguð vinnubrögð og rík skipulagshæfni.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Um er að ræða tímabundið starf til sex mánaða með möguleika á ráðningu til lengri tíma.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Fólk er hvatt til að sækja um auglýst starf óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 50%

Umsóknarfrestur er til og með 27.09.2021

Nánari upplýsingar veitir

Ragnheiður Vignisdóttir - ragnheidur@listasafn.is

Smelltu hér til að sækja um starfið