Um LISTAsafn ÍSLANDS


Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi og eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Það hefur einnig að geyma vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn, svo sem Pablo Picasso, Edvard Munch, Karel Appel, Hans Hartung, Victor Vasarely, Richard Serra og Richard Tuttle.

Listasafn Íslands heldur að staðaldri fjölbreyttar sýningar sem endurspegla listaverkaeign þess. Auk þess efnir það árlega til víðtækra sérsýninga á verkum íslenskra sem erlendra listamanna. Í tengslum við þær eru gefin út ítarleg og vönduð rit. 

Í safnbyggingunum að Fríkirkjuvegi 7 eru nokkrir sýningarsalir á þremur hæðum, safnbúð og kaffistofa.

Í skrifstofubyggingunni að Laufásvegi 12 er sérfræðibókasafn með heimilda- og ljósmyndasafni og forvörsludeild.

FRÍKRKJUVEGUR 7, 101 REYKJAVÍK

MÓTTAKA
Sími  515 9620

SAFNBÚÐ
Sími  515 9610

KAFFISTOFA
Sími  515 9616

LAUFÁSVEGUR 12, 101 REYKJAVÍK
 

SKRIFSTOFUR
Sími  515 9600

BÓKA- OG HEIMILDASAFN
Sími  515 9603

FORVARSLA
Sími 515 9602


persónuverndarstefna Listasafns Íslands

Viðbragðsáætlun vegna COVID-19 Græn skref Logo

Listasafn Íslands fylgir grænum skrefum í ríkisrekstri. Markmið safnsins er að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvörðunartöku sinni og þjónustu.