heimsókn í safnið
AÐGENGi
- Við hönnun hússins var tekið mið að þörfum hreyfihamlaðra og eru lyftur í húsinu sem ganga að öllum sýningarsölum, safnbúð og kaffistofu.
- Hjólastólar, kerrur og léttir stólar eru til láns í safninu, upplýsingar í móttöku.
- Salerni fyrir fatlaða er á fyrstu hæð safnsins.
- Táknmálstúlkun veitt samkvæmt samkomulagi og komið til móts við einstaklinga og hópa fólks með sérþarfir. Aðgengi fyrir hreifihamlaða er gott.
- Á fyrstu hæð er geymsla fyrir barnavagna.
- Á jarðhæðinni eru læsanlegir skápar fyrir gesti.
- Kerrur eru til láns í safninu, vinsamlega leitið upplýsinga í móttöku.
ÖRYGGI
- Af öryggisástæðum eru gestir vinsamlegast beðnir um að snerta ekki listaverkin í safninu.
- Barnavagnar, bakpokar, stórar töskur, regnhlífar og aðrir fyrirferða miklir hlutir eru ekki leyfðir í sýningarsölunum.
Safnhúsin heimsótt – samgönguleiðir
Listasafn Íslands hvetur gesti safnsins til að nýta umhverfisvænar samgöngur þegar safnhús þess eru heimsótt.- Hjól: Við Listasafn Íslands á Fríkirkjuvegi eru vandaðir hjólabogar fyrir gesti og helstu verkfæri til reiðu í móttöku safnsins ef hjólið bilar.
- Strætisvagnar og bílastæði í næsta nágrenni:
Strætisvagnar nr. 1, 3, 6, 11, 12, 13.
Næsta bílastæðahús er í Ráðhúsinu við tjörnina.
Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, 101 Rvk
Strætisvagnar nr. 1, 3, 6, 15.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70, 105 Rvk
Strætisvagnar nr. 12, 16.
Gjaldfrjáls bílastæði.