SelmUKLÚBBURINN


SELMUKLÚBBURINN er fyrir áhugafólk um myndlist og þá sem vilja fylgjast vel með þeim sýningum sem eru í safninu. 

Nafn klúbbsins er dregið af Selmu Jónsdóttur (1917-1987) listfræðingi sem var safnstjóri Listasafns Íslands 1950-1987 og öflugur frumkvöðull í kynningu á myndlist hérlendis.

Félagar geta heimsótt safnið að vild sér að kostnaðarlausu. Félagsaðild veitir aðgang að leiðsögnum og fyrirlestrum. Félagar fá afslátt í safnbúð og kaffistofu, jafnframt 25% afslátt af sýningarskrá viðkomandi sýningar. Árskort gildir í 12 mánuði frá útgáfudegi.

Sækja má um aðild að klúbbnum með tölvupósti á selma@listasafn.is.

Fríðindi með árskorti fyrir einstaklinga og heimili


  • Boð á opnanir með léttum veitingum og leiðsögn
  • Afsláttur í safnbúð og á kaffistofu
  • Upplýsingar í prentmáli og tölvupósti
  • Gjöf frá Listasafninu við inngöngu í klúbbinn
  • Ókeypis á sýningar í Listasafni Íslands, Safni Ásgríms Jónssonar og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Upplýsingar um verð fyrir einstaklinga og heimili


Árskort: Verð
Einstaklingur 3.500 kr.
Par 5.000 kr.
Eldri borgari (yfir 67 ára), öryrki, námsmaður * 2.500 kr.
Par, eldri borgarar, öryrkjar, námsmenn * 3.500 kr.

*Námsmenn sýni skólaskírteini við kaup á árskorti