STYRKTARSJÓÐUR RICHARDS SERRA


Sjóður Richards Serra var stofnaður í tilefni af gjöf listamannsins á myndverkinu ÁFANGAR, sem reist var í Viðey í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 1990. Viðtakendur gjafarinnar voru Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Íslands og Reykjavíkurborg. 

Markmið sjóðs Richards Serra er að efla höggmyndalist á Íslandi með því að veita ungum myndhöggvurum sérstök framlög til viðurkenningar á listsköpun þeirra.

Stjórn sjóðsins úthlutar úr sjóðnum annað hvert ár, í fyrsta skipti árið 1992. Stjórnin ákvarðar hvernig staðið skuli að úthlutun hverju sinni.

Stjórn:
Formaður: Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands
Hekla Dögg Jónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna
Eygló Harðardóttir, tilnefnd af Myndhöggvarafélaginu

Síðast úthlutað: 2015


Úthlutanir úr styrktarsjóði Richards Serra

1992

Ólafur Sveinn Gíslason

1994

Sólveig Aðalsteinsdóttir

1997

Þorvaldur Þorsteinsson

2000

Halldór Ásgeirsson

2002

Margrét Blöndal

2005

Ólöf Nordal

2011

Hekla Dögg Jónsdóttir

2013

Katrín Sigurðardóttir

2015

Ragnar Kjartansson

2021

Steinunn Gunnlaugsdóttir