VIÐBRAGÐSÁÆTLUN VEGNA COVID-19


Eftirfarandi viðbragðsáætlun er unnin vegna heimsútbreiðslu COVID-19 vírussins í samræmi við lög um almannavarnir. Við gerð áætlunarinnar var unnið út frá nýjum gögnum af vef landlæknis s.s. Viðbragðsáætlun Almannavarna, Heimsfaraldur-Landsáætlun, útg.3.0, 2020 (5. mars 2020), o.fl.

auk þess var stuðst við nýlegar viðbragðsáætlanir sem gerðar hafa verið fyrir framhaldsskóla og í nokkrum menningarstofnunum á Íslandi.

Viðbragðsáætlunin skal ná til gesta og starfsmanna Listasafns Íslands. Hún lýtur að því að lágmarka áhættu á smiti veirunnar og að bregðast við, komi upp smit.

Um viðbragðsáætlanir gildir almennt að þær skal nýta sem verkfæri til að takast á við neyðaratvik á eins góðan og skilvirkan hátt og hægt er. Með jöfnu millibili skal því fara yfir aðstæður eða sviðsmyndir sem geta orsakað hættu, þá skal skipuleggja og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir eða draga úr möguleikum á að óæskileg eða alvarleg atvik geti komið upp. Greiningar og hættumat skal vera í samræmi við áhættumat lögreglu, almannavarna og landlæknis. Nauðsynlegt er að halda reglulegar æfingar til að skoða viðbrögð og þróa þekkingu og færni í að takast á við neyðartilvik. Slíkar æfingar hafa jafnframt fræðslu- og forvarnargildi.

Neyðarstjórn – Viðbragðsteymi vegna COVID-19

Safnstjóri er æðsti stjórnandi safnsins og skal stjórna og samhæfa viðbrögð eða fela öðrum slíkt hlutverk eftir því sem við á og aðstæður bjóða. Fjármála- og mannauðsstjóri vinnur með safnstjóra að þeim verkefnum sem falla undir hann og tekur við yfirstjórn í fjarveru safnstjóra. Öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður/umsjónarmaður fasteigna fylgja eftir verklagi sem lýtur að því að takmarka smithættu starfsfólks og gesta. Saman mynda þessir starfsmenn viðbragðsteymi, steðji hætta að öryggi starfsmanna og gesta, í samræmi við viðbragðsáætlun.

Neyðarstjórn Listasafns Íslands skipa Harpa Þórsdóttir safnstjóri og Anna Guðný Ásgeirsdóttir fjármála- og mannauðsstjóri. Neyðarstjórn vaktar viðvaranir almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Embættis landlæknis á hverjum tíma. Neyðarstjórn virkjar viðbragðsáætlun og ber ábyrgð á að boðunarleiðir séu virkar.

Viðbragðsteymi COVID-19 Símanúmer
Harpa Þórsdóttir 621 9613
Anna Guðný Ásgeirsdóttir 621 9615
Geirfinnur Jónsson 899 2175
Sigurður Gunnarsson 621 9608

Viðbragðsteymi samanstendur af Neyðarstjórn ásamt Geirfinni Jónssyni öryggisverði/umsjónarmanni fasteigna og Sigurði Gunnarssyni öryggistrúnaðarmanni. Viðbragðsteymi vegna COVID-19 er samráðsvettvangur sem samhæfir aðgerðir, tryggir framkvæmd viðbragðsáætlunar og uppfærir aðgerðir í samræmi við tilmæli stjórnvalda. Viðbragðsteymi sér um að hreinlæti og birgðir hreinlætisvara séu nægar á hverjum tíma, ítrekar umgengnisreglur og notkun sótthreinsibúnaðar og leitar viðunandi lausna varðandi vinnuaðstöðu.

Svör við vangaveltum vegna Covid-19

Leiki grunur um smit hjá starfsmanni eða hann finnur til þeirra einkenna sem lýsa smiti, skal hann ekki mæta til vinnu. Samkvæmt reglum skal hann tilkynna yfirmanni um ástand sitt tafarlaust.

Sé smit staðfest í stofnuninni fylgir stofnunin þeim leiðbeiningum og reglum sem henni verður gert að fylgja. Haft verður samband við starfsfólk og það tryggt að allt starfsfólk verði upplýst um hvernig bregðast skuli við.

Ef starfsmaður er í áhættuhópi skv. skilgreiningu landlæknis eða hann finnur til öryggisleysis á starfsstöð sinni skal hann ræða við næsta yfirmann. Úrræði s.s. tilfærsla (á starfsstöð), heimavinna eða annað gæti komið til greina.

Komi til sóttkvíar á vinnustaðnum verður brugðist við í samræmi við umfang hennar. Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki orðinn veikur. Einangrun á við sjúklinga með einkenni smitandi sjúkdóms.

Ef grunur vaknar um sýkingu af völdum Covid-19 skal samstundis einn úr neyðarstjórn (Harpa Þórsdóttir, Anna Guðný Ásgeirsdóttir) bregðast við á eftirfarandi hátt:

€ Ef grunur vaknar, hringið í vakthafandi smitsjúkdómalækni á Landspítala í gengum skiptiborð, sími 543-1000 eða hafið samband við sóttvarnalækni í síma 510-1933.

€ Ef málið þolir enga bið, hringið í 112 og óskið eftir sjúkrabíl.

€ Vakthafandi læknir/sjúkraflutningamaður ber ábyrgð á framkvæmd áhættumats vegna gruns um Covid-19 sýkingu í samráði við umdæmislækni sóttvarna og sóttvarnalækni, vaktsími sóttvarnalæknis er 510-1933 og einnig vakthafandi smitsjúkdómalækni á Landsspítala í gegnum skiptiborð í síma 543-1000.

Safnstjóri skal upplýsa starfsfólk, þegar ljóst er að ekki þarf allar þær aðgerðir sem virkjaðar eru samkvæmt áætluninni.

Almennar leiðbeiningar

Í þessum kafla eru leiðbeiningar um hvernig bregðast skal við almannavarnarstigi sem flokkast í

óvissustig, hættustig og neyðarstig sem lýst er yfir af Embætti landlæknis ásamt leiðbeiningum frá Öryggishópi vegna COVID-19.

Óvissustig

€ Viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar Listasafns Íslands yfirlesnar og uppfærðar á vef stofnunarinnar. Dagsetning uppfærslu skráð.

€ Stofnunin er í samstarfi við heilbrigðismenntaðan starfsmann við undirbúning (Vinnuvernd).

€ Allt starfsfólk upplýst um uppfærðar viðbragðsleiðbeiningar og hvar þær er að finna.

€ Neyðarstjórn vaktar upplýsingagjöf um stöðu mála hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og hjá Embætti landlæknis.

Hættustig

€ Stofnunin uppfærir upplýsingar um stöðu mála að höfðu samráði við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis og þær kynntar starfsfólki.

€ Upplýsingum komið á framfæri við starfsfólk um hvernig verjast megi smiti.

€ Mikilvægt að stofnuninni séu tilkynnt öll veikindi starfsfólks og þau skráð formlega.

€ Viðbrögð skilgreind við því þegar starfsfólk tekur að veikjast, sviðsmyndir dregnar upp.

€ Viðbrögð skilgreind gagnvart smithættu milli gesta í safnhúsum og ólíkra viðburða.

Neyðarstig

€ Aðgerðum vegna sóttvarna hrint í framkvæmd sbr. kafla Leiðbeiningar vegna aukinnar hættu smits og fylgt fast eftir.

€ Listasafn Íslands mun halda úti starfsemi eins lengi og unnt er.

€ Listasafn Íslands lokar komi ákvörðun um það frá yfirvöldum.

€ Upplýsingar um stöðu mála stöðugt uppfærðar í samráði við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis og kynntar starfsfólki.

Leiðbeiningar fyrir starfsfólk

€ Þennan gátlista skal neyðarstjórn sjá um að starfsfólk fái ásamt ítrekun um að grípa til viðeigandi ráðstafana þegar breytingar verða á hættustigi almannavarna.

€ Neyðarstjórn sendir starfsfólki tölvupóst um hættustig almannavarna og ítrekar við starfsfólk að fylgja viðbragðsáætluninni í samræmi við gátlistann.

Óvissustig

€ Fara yfir uppfærða viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar.

€ Viðbragðsteymi fylgi leiðbeiningum Embætti landlæknis og fái heilbrigðismenntaðan starfsmann til að vinna með Listasafni Íslands ef þurfa þykir. (Vinnuvernd)

€ Upplýst um hverjir eru í neyðarstjórn og viðbragðsteymi stofnunarinnar.

Hættustig

€ Starfsfólk fær fræðslu vegna sóttvarna sbr. kafla Leiðbeiningar vegna aukinnar hættu smits.

€ Starfsfólk getur átt von á að vera fært til í starfi til að sinna áríðandi verkefnum sem hafa forgang.

€ Verklagsreglur um tíðari þrif á algengum snertiflötum, t.d. hurðarhúnum og handriðum kynntar.

€ Starfsfólk sem tekur á móti gestum óskar eftir því, af tillitsemi við aðra gesti, að halda 2m fjarlægð við næstu gesti á meðan á dvöl í safninu stendur.

€ Starfsfólk skuli halda 2m fjarlægð við gesti eftir því sem frekast er unnt.

€ Fylgja ber fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis hverju sinni varðandi ferðalög innanlands sem utan. Taka skal tillit til þess ef fólk vill síður ferðast innan um aðra þegar faraldur geisar. Hafa verður einnig í huga að flugvellir og landamæri geta lokast vegna heimsfaraldurs.

Neyðarstig

€ Fundum og ferðalögum skal haldið í lágmarki og eingöngu ef nauðsyn krefur. Starfsfólk er hvatt til að nota síma og tölvur til samskipta eins og frekast er unnt.

€ Staðsetning starfsmanna metin og undirbúið eins og við á að þeir geti unnið heima. Fjarskiptatækni nýtt eins og unnt er.

€ Um veikindaleyfi og umönnunarleyfi starfsmanna gilda ákvæði kjarasamninga. Safnstjóri getur þó gefið út rýmri reglur hvað þetta varðar telji hann nauðsynlegt að mæta þörfum starfsfólks vegna umönnunar barna eða náinna ættingja.

€ Aðgerðum vegna rekstrarlegra þátta hagað samkvæmt verklagsáætlun Listasafns Íslands.

€ Komi til ákvörðunar stjórnvalda um samkomubann svo loka þurfi sýningarsölum og safnhúsum getur komið til að starfsfólk muni færast til í önnur verkefni á vegum safnsins.

€ Sérstök öryggisviðbragðsáætlun verður virkjuð komi til þess að öryggistengiliðir úr starfshópi safnsins veikjast á sama tíma.

€ Ef ekki næst að kalla inn afleysingu fyrir móttöku- og þjónustufulltrúa, kemur til greina að leita eftir öryggisvörslu frá þjónustufyrirtæki til að sjá um móttöku.

Heilsufarsleg atriði starfsmanna og inflúensueinkenni

Starfsmenn fylgjast með eigin heilsu og fara heim ef þeir finna fyrir einkennum og leita læknis ef þurfa þykir.

Starfsmenn koma ekki til vinnu ef þeir eru veikir og er ráðlagt að vera heima frá því einkenna verður vart. Inflúensa er mest smitandi fljótlega eftir að sjúkdómseinkenni byrja. Enda þótt

veirurnar haldi áfram að dreifast í allt að fimm daga frá upphafi veikinda (sjö daga hjá börnum), dregur smám saman úr fjölda þeirra og um leið minnkar smithættan.

Starfsmaður sem mætir veikur af inflúensu til vinnu er umsvifalaust beðinn um að fara heim en í almennum sóttvarnaráðstöfunum samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/2007 felst að hver sá sem telur sig smitaðan af smitsjúkdómi hefur þá skyldu að fara varlega og gera sér far um að smita ekki aðra. Einkenni smits. Sjá á vef Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is

Reglur um hreinlæti og meðhöndlun úrgangs

Þvoðu þér reglulega um hendurnar (einkum fyrir máltíðir). Handþvottur verndar gegn beinni og óbeinni snertingu við inflúensuveiruna. Bein snerting er meðal annars að taka í höndina á sýktum einstaklingi sem hefur snert munn sinn eða nef eða haldið fyrir vitin til að hósta eða hnerra. Óbein snerting felst í að snerta hlut sem smitaður einstaklingur hefur handleikið, til dæmis hurðarhún eða notaða bréfþurrku.

Notaðu bréfþurrkur til að hylja nef og munn þegar þú hnerrar eða hóstar. Úðadropar úr vitum berast aðeins stutta leið, innan við einn metra. Þeir sem standa næst einstaklingi sem hnerrar eða hóstar án þess að halda fyrir vitin eru í hvað mestri smithættu. Að halda fyrir munn og nef dregur úr líkum á smiti.

Hentu notuðum bréfþurrkum beint í ruslið. Inflúensuveirur geta lifað tímabundið utan líkamans og hægt er að smitast með því að snerta hluti sem nýlega hafa mengast, svo sem vasaklúta eða bréfaþurrkur, eða með því að taka í hönd smitaðs einstaklings. Þeim skal henda strax í lokaðar fötur sem í er plastpoki. Fjölga þarf ruslafötum tímabundið. Loka þarf plastpokum strax. Heimild: www.influensa.is

Haltu fyrir vitin ef bréfþurrkur eru ekki til taks. Þegar bréfþurrkur eru ekki við höndina skaltu halda fyrir nef og munn og þvo hendurnar strax á eftir eða hnerra á handlegginn eða í olnbogabótina til að hindra dreifingu veiranna.