Sýningar

Sviðsett augnablik / Staged Moments 22.1.2022 - 8.5.2022 Listasafn Íslands

Sýningin Sviðsett augnablik varpar ljósi á einn fjölbreyttasta safnkostinn í safneign Listasafns Íslands sem er ljósmyndin.

Lesa meira
 

Gluggi í Reykjavík 1.1.2022 - 31.12.2022 Safn Ásgríms Jónssonar

Hús Ásgríms Jónssonar

Sýningin Gluggi í Reykjavík samanstendur af úrvali verka eftir Ásgrím Jónsson sem eiga það sameiginlegt að tengjast nærumhverfi listamannsins í Reykjavík. Verkin eru úr safneign Listasafns Íslands en Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll listaverk sín ásamt húseign sinni að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík.

Lesa meira
 

MUGGUR - GUÐMUNDUR THORSTEINSSON 2.10.2021 - 13.2.2022 Listasafn Íslands

Á sýningunni verður skyggnst inn í sérstæðan myndheim Muggs sem spannar víð svið: ævintýraheima þar sem fíngerðir prinsar og prinsessur dvelja í fögrum höllum, tröllaheima myrkurs og ógnar, landslag og sveitasælu á Íslandi, ferðaminningar frá framandi stöðum, náðarheim trúarinnar þar sem Kristur læknar sjúka, en einnig skoplegar og skondnar teikningar og þjóðsögur. 

Lesa meira
 
Jón Stefánsson, Sumarnótt

FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Í SAFNAHÚSINU VIÐ HVERFISGÖTU 5.6.2021 - 1.1.2023 Safnahúsið við Hverfisgötu

Listasafn Íslands sýnir perlur íslenskrar myndlistar í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Lykilverk úr safneigninni veita innsýn í íslenska listasögu frá síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag og endurspegla fjölbreytt viðfangsefni fjölmargra listamanna. Sýningin veitir einnig kærkomið tækifæri til þess að endurnýja kynnin við mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar.

Lesa meira
 

HALLÓ, GEIMUR 5.2.2021 - 9.1.2022 Listasafn Íslands

Fjarlægar víðáttur í óendanlegum alheiminum hafa frá upphafi verið manninum hugleiknar og í aldanna rás hafa listamenn túlkað og tekist á við hugmyndir sínar um geiminn og miðlað þeim með fjölbreyttum hætti.
Á sýningunni Halló, geimur er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneign Listasafns Íslands. 

Lesa meira
 

OF THE NORTH 5.2.2021 - 9.1.2022 Listasafn Íslands

Verkið Of the North  frá árinu 2001 er unnið út frá safni Steinu af vídeóupptökum, mestmegnis af náttúru Íslands, yfirborðinu eða því sem skoða má í smásjá. Örverur jafnt sem brim hafsins og bráðnandi ís, berghrun ásamt margs konar náttúrufyrirbærum sem snerta jarðmyndun og niðurbrot á plánetunni okkar. Verkið vísar jafnframt út í geiminn þar sem sjá má hnattlaga kúlurnar snúast um ímyndaðan ás í seiðandi rytma með öllum þeim hljóðum sem fylgja.

Lesa meira
 

Fjársjóður þjóðar 7.4.2020 - 1.5.2022 Listasafn Íslands

Fyrir opnum tjöldum

 

Electromagnetic Objects 6.2.2020 - 31.8.2022 Listasafn Íslands

Vasulka stofa