MEMENTO MORI - SARA RIEL

  • 5.7.2013 - 25.8.2013, Listasafn Íslands

Sara Riel lýkur upp frumspekilegum heimi náttúrugripasafnsins í sýningu sinni Memento mori. Hvernig horfir náttúrugripasafn við listinni? Uppstoppaðir fuglar, köld egg og uppgert umhverfi mynda umgjörð um veröld sem eitt sinn var lifandi en er orðin steinrunnin. Hvað segir náttúrugripasafnið okkur um myndlistina? Þetta eru hinar stóru spurningar sem Sara Riel veltir fyrir sér með safnlægri samanburðarfræði sinni.

Viðtal við Söru Riel