GAMLAR GERSEMAR

  • 8.2.2013 - 5.5.2013, Listasafn Íslands

Listasafn Íslands býr yfir margbreytilegri list í safneign sinni, verkum sem alltof sjaldan ber fyrir augu vegna takmarkaðs húsnæðis. Oftastnær verður eldri list úr safneign fyrir barðinu á þessari rýmisþurrð, en meðal hennar er að finna verk eftir horfna listamenn sem ekki eru lengur bundin höfundarrétti. Af nógu er að taka, bæði innlendum og erlendum listamönnum sem héldu yfir móðuna miklu fyrir miðbik heimsstyrjaldarinnar síðari. Hluti af þessum gersemum er nú tekinn fram til að sýna eina hliðina á safneign Listasafns Íslands.