form, litur, líkami: háspenna / lífshætta - Magnús Kjartansson

  • 7.3.2014 - 11.5.2014, Listasafn Íslands

Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar (1949–2006) listmálara. Magnús var meðal þeirra listamanna, sem brúuðu bilið milli formrænnar myndlistar eftirstríðsáranna – bæði óhlutbundinnar og fígúratívrar – og póstmódernískrar listar á 9. og 10. áratug liðinnar aldar. Magnús var einn af stofnendum Nýlistasafnsins undir lok 8. áratugarins og tók að auki virkan þátt í sýningarhaldi félaga sinna á hinum ýmsu sýningarstöðum, innanlands og utan. Eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands stundaði Magnús framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1972 til 1975, undir handleiðslu Richards Mortensen, eins þekktasta abstraktmálara Dana. Magnús var með kunnustu listamönnum landsins og hróður hans barst víða, meðal annars til Spánar, þar sem verk hans vöktu ómælda athygli og aðdáun.  

Sýningarstjóri Laufey Helgadóttir.