SKÖPUNARVERK - KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR
Hið óvænta við list Kristínar Gunnlaugsdóttur er hið djarfa, erótíska yfirbragð sett fram með miðaldalegum hætti og kirkjulegri tækni sprottinni af veflist og gylltri undirstöðu, í ætt við trúarlist gotneska stílsins. Teiknikunnátta hennar og fínleg meðferð efnisins er í hróplegri mótsögn við umbúðalausa, jafnvel hneykslanlega framsetningu verkanna.