HUGSA MINNA - SKYNJA MEIRA - GJÖRNINGAKLÚBBURINN

  • 20.2.2014 - 28.2.2014

Gjörningaklúbburinn – Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir – er elsti og reyndasti gjörningahópur landsins. Þátttökugjörningur þeirra í Listasafni Íslands – Hugsa minna – Skynja meira – er á mörkum myndlistar og leiklistar með því að sameina óbeislaða óvissu gjörningalistar og dramatíska persónusköpun leikhússins. Í stað rökhugsunar er í verkinu lögð áhersla á skynræna upplifun og tjáningu tilfinninga, um leið og dregin er í efa vissa okkar um tilveruna og hæfileika okkar til að stjórna heimi þar sem þensla, ofhlæði og offramleiðsla keyrir stjórnlaust fram úr hófi.