PÍANÓ

  • 29.5.2014 - 29.6.2014, Listasafn Íslands

Á sýningunni Píanó er píanóið skoðað í samfélagi nútímans; sem hljóðfæri og tilraunavettvangur tónskálda en einnig sem viðfangsefni myndlistarmanna og danshöfunda. Þátttakendur skoða mismunandi hliðar hljóðfærisins og nýta í sköpun sína. Það birtist í formi skúlptúra, gjörninga, innsetninga og verka á pappír, formið er kannað, efniviðurinn, verkfræðin og hljóðgjafinn en einnig saga hljóðfærisins og viðmót okkar til þess.

Mörg verkanna hvetja til þátttöku gesta og flest þeirra eru sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Þátttakendur eru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Björn Roth, Dieter Roth, Einar Torfi Einarsson, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Nikulás Stefán Nikulásson, Oddur Roth, Páll Ivan Pálsson og Rafael Pinho.

Sýningarstjóri er Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari

Píanó er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Íslands. 

Sérstakar þakkir eru færðar Dieter Roth Foundation, Hamborg og Dieter Roth Estate, Basel.