SAMSÆTI HEILAGRA

  • 11.10.2013 - 8.12.2013, Listasafn Íslands

Á sýningunni Samsæti heilagra er sjónum beint að hlutverki hins kvenlega og dýrslega í hugmyndasögu Vesturlanda. Listakonurnar Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Gunnhildur Hauksdóttir hafa í þessu skyni efnt til samsæta eða umræðuhópa þar sem tekist er á við málefnið í spuna á mörkum veruleika og skáldskapar. Samsætin voru skráð með hljóð- og myndbandsupptökum og rituð upp sem handrit. Þessu er miðlað í innsetningu á jarðhæð safnsins. Á sýningartímanum verða tekin fram verk úr safneign Listasafns Íslands eftir valdar listakonur og þeim boðið til samsætis ásamt gestum í kunnum hlutverkum úr samtíma og sögu. Það samsæti bætist þannig við þennan brunn umræðu um hið kvenlega og hið dýrslega í víðu samhengi. Verkið er langtímaverkefni þar sem hver uppsetning felur í sér viðbót sem markast af sögu og stað. 

Viðtal við Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur og Gunnhildi Hauksdóttur