UPS AND DOWNS - KEES VISSER
Subtitle
Langur og gifturíkur ferill Kees Visser tengist náið þróun íslenskrar listar á 8. og 9. áratugnum þegar straumar hugmyndalistar og póstmódernisma gætti hvað mest. Yfirveguð og marksækin nálgun hans hefur að undanförnu aflað honum mikils álits í evrópskri list, þar sem hann er álitinn einn af eftirtektarverðustu fulltrúum geómetrískrar og hugmyndalegrar aðferðafræði. Sýning Listasafns Íslands veitir yfirgripsmikla innsýn í feril þessa margslungna listamanns.
Sýninganefnd: Halldór Björn Runólfsson, Sigríður Melrós Ólafsdóttir, Margrét Áskelsdóttir