LEIÐANGUR 2011

  • 6.9.2013 - 27.10.2013, Listasafn Íslands

Sýningin Leiðangur 2011 fjallar um Sísyfosarþraut tveggja þýskra listamanna – Thomasar Huber og Wolfgangs Aichner – þegar þeir draga rauðan bát yfir ríflega þrjú þúsund metra hátt fjallaskarð – Nevessattel – í Zillertal Ölpunum niður á sléttur Ítalíu handan fjallgarðsins. Ásamt farkostinum fylgja heimildir um þessa raun sem telja verður einstætt listrænt afrek, enda vakti það sérstaka athygli á listamönnunum á Tvíæringnum í Feneyjum. 

Sýningin er undir stjórn Christians Schoen og er um sameiginlegt sýningarverkefni að ræða milli Kunsthalle Emden og Listasafns Íslands.

Um verkefni sjá nánar hér.  

Styrktaraðilar: Esri Deutschland, Kulturreferat München, decontam, Mammut, Goethe-Institut, Icelandair.