ERLENDIR ÁHRIFAVALDAR

  • 8.2.2013 - 5.5.2013, Listasafn Íslands

Tíundi hluti safneignar Listasafns Íslands er eftir erlenda listamenn og má segja að þeir komi að hvaðanæva, frá Norðurlöndunum, meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum, Norður-Ameríku og Austurlöndum, svo eitthvað sé nefnt. Það er að sjálfsögðu mikil fylgni milli þeirra verka sem finna má í fórum Listasafns Íslands og þeirra stílrænu áhrifa sem voru í hávegum höfð í landinu. Á sýningunni Erlendir áhrifavaldar er einungis staldrað við verk gerð eftir heimsstyrjöldina síðari, og þótt mörg verkanna hafi verið keypt en önnur gefin, áttu þau hljómgrunn meðal innlendra listunnenda.