REK

  • 10.11.2012 - 27.1.2013, Listasafn Íslands

Sýningin Rek er samstarfsverkefni myndlistarkvennanna Önnu Hallin og Olgu Bergmann sem starfað hafa bæði saman og hvor í sínu lagi frá því að námi lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Rek er lítið ævintýri þar sem aðalsöguhetjuna, Ísland, rekur á fjörur ýmissa Evrópulanda. Innblástur sækja myndlistarkonurnar í náttúruna og jarðsöguna og nota brenglanir og tilfærslur á tíma til þess að nálgast hugmyndir og viðfangsefni. Sem dæmi má nefna að jarðflekana rekur (samkvæmt landrekskenningunni) á sama hraða og neglur mannsins vaxa eða um 2 cm á ári. 
Olga og Anna nýta sér landrekskenninguna til að skoða og gaumgæfa hluti svo sem þjóðernishyggju, sjálfsmynd og þróun. Með því að smækka eilífðina niður í örsögu sjá þær sitthvað nýtt.