VETRARBÚNINGUR

  • 10.11.2012 - 27.1.2013, Listasafn Íslands

Vetrarbúningur er ekki aðeins öðruvísi klæði náttúrunnar við heimskautsbaug, heldur fylgir honum náttmyrkur, þegar sólin nær vart að hefja sig upp yfir sjónarröndina og skuggar verða óvenjulangir. Það er ákveðin breyting, sem á sér stað þegar landslagið fer undir frostmark í skammdeginu. Ef snjóar verður jörðin gjarnan miklu bjartari en himininn, sem er viðsnúningur hins venjulega, og jörðin geislar rétt eins og væri hún lýst neðan frá.