HÆTTUMÖRK

  • 1.12.2012 - 27.1.2013, Listasafn Íslands

Á sýningunni eru til sýnis fimm verk eftir Rúrí sem öll tengjast vatni. Núna, 2012 – á ári vatnsins í Evrópu, áminna þau okkur um þverrandi auð hins dýrmæta vökva og vara okkur við misnotkun á þessari lífsnauðsynlegu höfuðskepnu. Einnig eru til sýnis verk eftir Ólaf Elíasson og Pétur Thomsen en þeir hafa líka látið sig náttúruna varða og gjarnan bent á inngrip mannsins í viðkvæma náttúru landsins í verkum sínum.