HÆTTUMÖRK - RÚRÍ

  • 19.5.2012 - 9.12.2012, Listasafn Íslands

Hin áhrifamikla innsetning Rúríar, Archive – Endangered Waters (2003), hefur verið til sýnis í Listasafni Íslands frá því í marsbyrjun 2012, sem hluti af magnaðri yfirlitssýningu hennar. Núna, 2012 – á ári vatnsins í Evrópu – heldur verkið áfram að áminna okkur um þverrandi auð hins dýrmæta vökva og vara okkur við misnotkun á þessari lífsnauðsynlegu höfuðskepnu.