MADELEINE - DODDA MAGGÝ

  • 4.9.2014 - 30.9.2014, Listasafn Íslands

Listamaðurinn Dodda Maggý sýnir verkið Madeleine í Kaffistofu Listasafns Íslands. Í hljóð/myndrænum innsetningum sínum gerir hún gjarnan tilraun til að samtvinna myndlist, hljóðlist og tónlist. Verk hennar einkennast af ljóðrænu þar sem hún kannar óáþreifanleg tilfinningaleg fyrirbæri í gegnum skynræna upplifun áhorfandans.

Dodda Maggý er fædd árið 1981 og hefur lokið BA námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hlaut síðar MFA-gráðu bæði í hljóð- og myndlist frá konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17.00 er kynntur til leiks listamaður (eða hópur listamanna) og myndbandsverk hans. Kynningunum er ætlað að efla vídeólist í landinu og skapa vettvang fyrir umræður.

Vídeósýningarnar á kaffistofunni eru samstarfsverkefni Listasafns Íslands og 700IS Hreindýralands, sjá nánar á www.700.is og á Facebook.