EKTA LOSTÆTI - ÚRVAL BRASILÍSKRA MYNDBANDA
Samsafn nýlegra videoverka frá Brasilíu. Listamennirnir draga fram myndir úr raunveruleikanum, án þess að hengja sig í ákveðnum tegundum - heimilda-, tilrauna- eða leiknum myndum? - og flétta saman persónulegri ljóðrænu úr eigin umhverfi, en skáskjóta sér um leið undan tæknilegri tilgerð og yfirborðslegum sýndarbrellum.
Andrea Velloso, Angella Conte, Leonardo Mouramateus, Arthur Tuoto.
Sýningarstjóri Kika Nicolela
Vídeósýningarnar á kaffistofunni eru samstarfsverkefni Listasafns Íslands og 700IS Hreindýralands.