LOOKING AT THE BIG SKY

  • 6.3.2014 - 27.3.2014, Listasafn Íslands

Á sýningu á vídeólist á kaffistofu Listasafns Íslands verða sýnd 13 verk eftir listamenn búsetta í Hong Kong. Serían heitir Looking at the Big Sky og sýnir hún okkur þverskurð af verkum unnin af listamönnum sem tengjast borginni á einn eða annan hátt.

Sýningarstjóri er Ellen Pau stjórnandi Videotage í Hong Kong. 

Vídeósýningarnar á kaffistofunni eru samstarfsverkefni Listasafns Íslands og 700IS Hreindýralands.