VÍDEÓVERK - SIGURÐUR GUÐJÓNSSON

  • 7.11.2014 - 3.12.2014, Listasafn Íslands

Sigurður Guðjónsson (f. 1975) vinnur vídeóverk þar sem mynd, hljóð og rými eru órofa heild. Heimur verkanna er fjarlægur og dregur áhorfandann að kjarna verksins í gegnum nánast líkamlega upplifun af samspili myndar og hljóðs við umhverfið. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum meðal annars Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Liverpool Biennial, Frankfurter Kunstverein, Bergen Kunsthall, Hamburger Bahnhof, Tromsø Kunstforening og Arario Gallery í Beijing.

Vídeósýningarnar á kaffistofunni eru samstarfsverkefni Listasafns Íslands og 700IS Hreindýralands.