MUSÉE ISLANDIQUE - ÓLÖF NORDAL

  • 14.9.2012 - 4.11.2012, Listasafn Íslands

Ólöf Nordal er kunn fyrir athuganir sínar á sérkennilegum náttúrufyrirbrigðum þar sem hefðin mætir hugarfluginu og skáldskapur hótar að ganga fram af raunsæinu. Afsteypur úr gifsi af íslensku fólki á 19. öld, sem fundust á Kanaríeyjum, kveiktu með henni löngun til að rannsaka fundinn um nokkurra mánaða skeið á Mannfræðisafninu í París. Útkoman er sláandi, og hefur sig upp yfir list og mannfræði í milliveröld á mörkum beggja greina.