ÖLVUÐ AF ÍSLANDI

  • 19.5.2012 - 4.11.2012, Listasafn Íslands

Sýningin er byggð á samnefndu þjóðarátaki þar sem Ísland, í kjölfar bankahrunsins 2008, var kynnt sem náttúruleg paradís. Hún er tilraun til að kafa ofan í hið rómantíska Ísland, sem er betur þekkt fyrir ómálga eldfjallanáttúru en frásagnarhefð sína. Enn er þjóðfræðum og munnlegri geymd lítt haldið á lofti þegar landið er kynnt en brátt kemur að því að íslensk menning veiti íslenskri náttúru verðuga samkeppni sem óaðskiljanlegur hluti tilverunnar á mörkum hins byggilega heims.