DÁLEIDD AF ÍSLANDI

  • 19.5.2012 - 4.11.2012, Listasafn Íslands

Sem umgjörð um hina mikilfenglegu Fallvatnaskrá Rúríar eru til sýnis fossar úr safneign Listasafns Íslands á árlegri sýningu úr fórum stofnunarinnar. Fossar eru ekki einasta í hættu heldur eru þeir meðal hættulegustu fyrirbæra í náttúrunni sökum hrífandi seiðmagns. Ekki aðeins íslenskir listamenn heldur annarra þjóða hafa verið heillaðir af þessum töfrandi náttúrufyrirbærum, sem hvarvetna er að finna í landinu þótt þeim hafi fækkað sorglega það sem af er öldinni.