ÞÁ OG NÚ

  • 22.9.2011 - 19.2.2012, Listasafn Íslands

Sýningin ÞÁ OG NÚ er sjálfstætt framlag Listasafns Íslands tengt ritröðinni Íslensk listasaga, frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar sem gefin var út af Listasafni Íslands og Forlaginu í október 2011. Sýningin stiklar á þeirri list og þeim atburðum sem tengjast núningi milli ólíkra kynslóða íslenskra listamanna, ólíkum áherslum, stefnum og straumum, en ágreiningur af þeim toga er gjarnan vendipunktur í framvindu listasögunnar, ekki aðeins hér á landi, heldur hvarvetna.