Í AFBYGGINGU - LIBIA CASTRO & ÓLAFUR ÓLAFSSON

  • 13.1.2012 - 19.2.2012, Listasafn Íslands

Síðan á ofanverðum 10. áratugnum hafa Libia & Ólafur þróað sundurgreinandi nálgun sína í listum með hjálp alls konar aðferða, svo sem innsetningum, inngripum í almenningsrými og hljóð- og myndbandsverkum. Á hverju stigi vinna þau náið með ólíkum einstaklingum og hópum, þvert á faglega sérhæfingu, til þess að hámarka ólík áhrif útfærslunnar.

Sýningin Í afbyggingu kannar tilvistarlegar, ríkjandi efnahagslegar og pólitískar áherslur á Íslandi og víðar, með aðstoð myndbanda, gjörninga, skúlptúra, hljóðs og tónlistar. Sýningin er samþætting nýsköpunar og áframhaldandi verka á borð við Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (2008/2011), Landið þitt er ekki til (2003 og áfram) og Niðurkvaðning fornra drauga (2011).

Sýningin Under Deconstruction var skipulögð af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar fyrir 54. Feneyjatvíæringinn - La Biennale de Venezia og sýningarstjóri var Ellen Blumenstein.