KONA / FEMME - LOUISE BOURGEOIS

  • 27.5.2011 - 11.9.2011, Listasafn Íslands

Louise Bourgeois (1911–2010) er meðal fremstu listkvenna sögunnar. Hún fæddist í Frakklandi en settist að í New York 1938 og gerðist bandarískur ríkisborgari. Bourgeois hóf feril sinn sem málari en sneri sér að höggmyndalist í stríðslok. Í framhaldinu uppgötvaði hún mátt innsetninga um 1950, þar sem aðskilin listaverk eru tengd innbyrðis. Bourgeois mátti bíða alþjóðafrægðar til ársins 1982. Með Documenta 9, í Kassel 1992, varð mönnum ljóst að hún var meðal fremstu listamanna ofanverðrar 20. aldar. Öðrum fremur er Louise Bourgeois hyllt sem sá listamaður sem best tengir saman nútíma- og samtímalist, þ.e. list fyrir og eftir 1965. Til loka ævinnar var Louise Bourgeois framúrskarandi myndhöggvari, innsetningalistamaður, teiknari, grafíklistamaður, vefari og rithöfundur. Á sýningunni KONA í Listasafni Íslands verða 28 verk eftir Louise Bourgeois, einkum innsetningar eða „klefar“ og höggmyndir, en jafnframt málverk, teikningar og vefmyndir. Verkin eru úr Einkasafni Ursulu Hauser í Sviss, Hauser & Wirth, Louise Bourgeois Trust í New York og úr einkasöfnum. 

Aðalsýningarstjóri er Laura Bechter, sýningarstjóri Einkasafns Hauser & Wirth.

Verndari sýningarinnar var frú Vigdís Finnbogadóttir.