HLJÓÐHEIMAR
Sýningunni HLJÓÐHEIMAR er ætlað að fjalla um myndlist sem sprottin er upp úr hljóði eða tónlist. Útgangspunktur allra verkanna er hljóð í einhverju formi. Sýningin samanstendur af innsetningum, uppákomum, tónleikum, gjörningum og fræðsluerindum sem dreifast yfir tæplega þriggja mánaða tímabil. Þar eð sýningin verður í formi dagskrár – verkin verða ekki sýnd öll í einu, heldur hvert af öðru – sköpum við betra rými fyrir hvert verk. Margir listamenn eru kynntir til sögunnar og hver þeirra tekst með sínum hætti á við hljóðið. Flestir þeirra koma úr myndlistargeiranum en hafa á ferli sínum farið mislangt inn í heim hljóðs og tækni.Þeir listamenn og hópar sem koma við sögu eru: Áki Ásgeirsson, Curver Thoroddsen, Darri Lorenzen, Dodda Maggý, Egill Sæbjörnsson, Guðmundur Vignir Karlsson, Hafdís Bjarnadóttir, Halldór Úlfarsson, Hallvarður Ásgeirsson Herzog, Hekla Dögg Jónsdóttir, Helgi Þórsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Jesper Pedersen, Kira Kira, Ólafur og Libia, Parabólur, Rafmagnssveitin, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Guðjónsson, Skyr Lee Bob.
Dagskráin:
26. FEB. – 13. MARS
SKRUÐ - Innsetning eftir Sigurð Guðjónsson
26. FEB. KL 15.00
UPS AND DOWNS - Gjörningur eftir Curver Thoroddsen
27. FEB. KL. 14.00
TÓNLEIKAR - Rafmagnssveitin
12. MARS KL. 14.00
HLJÓÐGJÖRNINGUR eftir Hilmar Örn Hilmarsson
15. MARS – 27. MARS
ROCK´N ROLL (Innsetning) OG FJÖLSKYLDUKVINTETTINN frá 2003 (vídeóverk) eftir Curver Thoroddsen
29. MARS – 10. APRÍL
REGNBOGI - Innsetning eftir Doddu Maggý
2. APRÍL KL. 14.00
TÓNLEIKAR - Fimm verk fyrir dórófón
10. APRÍL, SUNNUDAG KL. 21.00
HANDANLEIKAR - Hljóðsóló Kiru Kiru
12.–27. APRÍL
ORIGINAL HANDBAGS - Innsetning eftir Egil Sæbjörnsson
16. APRÍL - kl. 13.00 OG 15.00
FYRIRLESTRAR OG TÓNLEIKAR - Meðlimir S.L.Á.T.U.R.
16. APRÍL - 8. MAÍ
HLJÓÐBERG v.3.0 Innsetning eftir Ragnar Helga Ólafsson
17. APRÍL KL. 14.00
GLÓPERA - Tónlistargjörningur í flutningi Parabólu
30. APRÍL–8. MAÍ
GENERAL FACTORS eftir Darra Lorenzen
10.–22. MAÍ
STÓR SKUGGI MONTANA eftir Stilluppsteypu
TÓNLEIKAR - Stilluppsteypa