ÁFANGAR - ÚR SAFNEIGN

  • 15.5.2010 - 15.5.2011, Listasafn Íslands

Lengi hefur verið beðið eftir yfirlitssýningu á listaverkum úr safneign Listasafns Íslands, en örstutt þróunarsaga nútímalistar frá lokum 19. aldar til fyrsta áratugar hinnar 21. gefur innsýn í þær breytingar sem átt hafa sér stað frá aldamótunum 1900. Með úrvali á sjötta tug verka er reynt að koma til móts við þörf safngesta, innlendra jafnt sem erlendra, sem kalla á slíkt listsögulegt yfirlit.