ÓNEFND KVIKMYNDASKOT - CINDY SHERMAN

  • 15.5.2010 - 12.9.2010, Listasafn Íslands
Ónefnd kvikmyndaskot er ein þekktasta myndröð bandarísku listakonunnar Cindy Sherman, 69 svarthvítar ljósmyndir þar sem listakonan stillir sér upp sem leikkonu í ímynduðum kvikmyndum sem bera keim af gullöld kvikmyndanna í kringum miðja síðustu öld. Hún er ýmist stödd í ótilgreindri B-mynd, Hollywood-stórmynd eða evrópskri film noir-ræmu. Myndirnar voru unnar á árunum 1977–1980 og skutu henni kornungri upp á stjörnuhimin myndlistarinnar ásamt því að opna augu myndlistarheimsins fyrir möguleikum ljósmyndarinnar.