SPEGILMYND

  • 11.10.2015 - 29.11.2015, Safn Ásgríms Jónssonar

Í safneigninni er að finna 29 verk eftir Ásgrím með heitinu Sjálfsmynd. Elstu sjálfsmyndina af þeim sem til eru í safninu málaði Ásgrímur Jónsson á sama árinu og hann hóf nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn, árið 1900. Á dönskum söfnum hafði hann aðgang að úrvali myndlistar eftir marga helstu listamenn álfunnar. Meðal verka sem hann hreifst af voru mannamyndir eftir hollenska meistarann Rembrandt van Rijn (1606-1669) þar sem lýsingin er listform í sjálfu sér. Rúmlega tvítugur endurskapar Ásgrímur ásjónu sína með olíulitum á striga þar sem hann horfir rannsakandi á sjálfan sig í speglinum. Það á einnig við um þær óvægnu myndir sem sami maður, þá á áttræðisaldri, dregur upp í einni hendingu með vatnslitum. Vinnustofa listamannsins skapar verkunum persónulega umgjörð og nánd.

Sýningarstjóri: Rakel Pétursdóttir

Um sjálfsmyndir Ásgríms Jónssonar sjá nánar hér